102 milljónir í upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem fjölgar enn Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2020 14:36 Dagur B. Eggersson segir að engir aldursfordómar hafi ráðið því að auglýsingin á Facebook sé miðuð við þá sem yngri eru en 55 ára. Eldra fólkið lesi blöðin og því best að ná í það þar. vísir/vilhelm Launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna upplýsingafulltrúa hjá borginni er 102 milljónir árlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra. Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira