Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði