Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2020 23:21 Facebook safnar staðsetningargögnum frá notendum snjalltækja sem gefið hafa fyrir því samþykki. Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira