Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2020 23:21 Facebook safnar staðsetningargögnum frá notendum snjalltækja sem gefið hafa fyrir því samþykki. Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira