Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 06:42 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt. vísir/egill Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira