Samheldni á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 20:33 Enn eru hreyfingar í fjallinu og er spá áframhaldandi rigningu. Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. Í tilkynningu sem Kristján sendi fyrr í kvöld segir að staðan verði tekin að nýju í fyrramálið og þá verði ljóst hvort íbúum sé óhætt að fara í hús sem hafa verið rýmd og huga að eigum sínum. Enn spáir áframhaldandi rigningu. Íbúar á Seyðisfirði segja samheldni mikla en rætt var við nokkra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins, segir fólk standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Guðjón Sigurðsson, stjórnarmaður sömu deildar, segir um 50 til 60 manns hafa leitað í Fjöldahjálparstöðina. Einnig var rætt við Jón Ólafsson sem sagði frá því að ein aurskriða hefði komið niður hjá húsi hans og fyllt lækinn þar við hliðina. „Lóðin full af drullu og ég má ekki fara heim. Það er beygur í mörgum. Annars eru menn bara rólegir og reyna að hjálpa hvorum öðrum,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri beygur í honum sagði hann svo ekki vera. „Ekkert voðalega.“ Arnar Vilhjálmsson sem vann á gröfu á Seyðisfirði í dag sagði hreinsunarvinnuna ganga hægt og þá vegna þess hve mikið efni bærist úr hlíðinni. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.Vísir/Egill Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, er einn þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt. Hann segist jafnvel gera ráð fyrir því að þurfa að rífa aðra hæð hússins vegna skriðanna. „Það er voða þægilegt að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Þetta væri bara verkefni sem þyrfti að vinna. Hann sagði góðan hug í bæjarbúum og samheldni meðal þeirra. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, hefur lengi haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um mögulega verkferla. Hún segir að þau svör sem hún hafi fengið hafi verið á þá leið að mjög lítil hætta væri á skriðum. Það þyrfti hamfararigningar til og þær kæmu kannski á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ segir Guðrún. Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í tilkynningu sem Kristján sendi fyrr í kvöld segir að staðan verði tekin að nýju í fyrramálið og þá verði ljóst hvort íbúum sé óhætt að fara í hús sem hafa verið rýmd og huga að eigum sínum. Enn spáir áframhaldandi rigningu. Íbúar á Seyðisfirði segja samheldni mikla en rætt var við nokkra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins, segir fólk standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Guðjón Sigurðsson, stjórnarmaður sömu deildar, segir um 50 til 60 manns hafa leitað í Fjöldahjálparstöðina. Einnig var rætt við Jón Ólafsson sem sagði frá því að ein aurskriða hefði komið niður hjá húsi hans og fyllt lækinn þar við hliðina. „Lóðin full af drullu og ég má ekki fara heim. Það er beygur í mörgum. Annars eru menn bara rólegir og reyna að hjálpa hvorum öðrum,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri beygur í honum sagði hann svo ekki vera. „Ekkert voðalega.“ Arnar Vilhjálmsson sem vann á gröfu á Seyðisfirði í dag sagði hreinsunarvinnuna ganga hægt og þá vegna þess hve mikið efni bærist úr hlíðinni. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.Vísir/Egill Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, er einn þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt. Hann segist jafnvel gera ráð fyrir því að þurfa að rífa aðra hæð hússins vegna skriðanna. „Það er voða þægilegt að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Þetta væri bara verkefni sem þyrfti að vinna. Hann sagði góðan hug í bæjarbúum og samheldni meðal þeirra. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, hefur lengi haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um mögulega verkferla. Hún segir að þau svör sem hún hafi fengið hafi verið á þá leið að mjög lítil hætta væri á skriðum. Það þyrfti hamfararigningar til og þær kæmu kannski á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ segir Guðrún. Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll.
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44
Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent