Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur um aðgengi tíðarvara í grunn- og framhaldsskólum Hekla Rist, Anna María Allawawi Sonde, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Saga María Sæþórsdóttir skrifa 16. desember 2020 20:30 Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar