Búum til betri borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. desember 2020 16:34 Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun