Líkamsræktarstöðvar og sóttvarnir Lars Óli Jessen skrifar 10. desember 2020 16:00 Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar