Hvert stefnir með þjónustu við aldraða íbúa Akureyrarbæjar Ingi Þór Ágústsson skrifar 8. desember 2020 15:00 Frá 1. janúar næst komandi mun Akureyrarbær hætta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opinberlega á fundi 18. ágúst með stjórnendum ÖA, bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjarstjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á komandi ári. Því liggur nærri að spyrja - vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Akureyrar. Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldi áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 ársstörfum. Fram hefur komið hjá bæjarfulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna árlegu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrarbæjar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. des. 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjónusta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfirtöku ríkisins á rekstri öldrunarheimilanna, já eða annarra aðila sem vill annast rekstur heimilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir komandi ár. Hvað verður þá um dagþjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilisplássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróunar verkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustumiðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Akureyrarbæjar í þessum málaflokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsóknum sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið. Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðiskostnað?. Ekki er að sjá í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum málefnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um áramótin, eða hvað? Ætlar þá Akureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum. Er skrýtið að spurt sé „hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita“. Þann 3. desember var undirritaður samningur á milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis og er það fagnaðarefni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis þá gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Akureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraða í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á komandi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjarfulltrúum að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf verulega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verður í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að því eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við erum að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til …… Höfundur er forstöðumaður Austurhlíða, öldrunarheimila Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Eldri borgarar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá 1. janúar næst komandi mun Akureyrarbær hætta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opinberlega á fundi 18. ágúst með stjórnendum ÖA, bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjarstjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á komandi ári. Því liggur nærri að spyrja - vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Akureyrar. Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldi áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 ársstörfum. Fram hefur komið hjá bæjarfulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna árlegu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrarbæjar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. des. 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjónusta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfirtöku ríkisins á rekstri öldrunarheimilanna, já eða annarra aðila sem vill annast rekstur heimilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir komandi ár. Hvað verður þá um dagþjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilisplássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróunar verkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustumiðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Akureyrarbæjar í þessum málaflokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsóknum sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið. Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðiskostnað?. Ekki er að sjá í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum málefnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um áramótin, eða hvað? Ætlar þá Akureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum. Er skrýtið að spurt sé „hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita“. Þann 3. desember var undirritaður samningur á milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis og er það fagnaðarefni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis þá gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Akureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraða í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á komandi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjarfulltrúum að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf verulega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verður í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að því eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við erum að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til …… Höfundur er forstöðumaður Austurhlíða, öldrunarheimila Akureyrar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar