Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 08:15 Donald Trump á fjöldafundi í Georgíu-ríki Bandaríkjanna í nótt. AP/Evan Vucci Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira