Sitja uppi með tífaldan málskostnað eftir að hafa neitað að greiða 80 þúsund króna skuld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 09:30 Málið má rekja til deilna um skuld vegna tjónaviðgerðar á bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Summus hefur verið dæmt til að greiða tryggingarfélaginu Verði 80 þúsund króna skuld sem félögin tókust á um fyrir dómi. Summus þarf einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað, tífalda þá upphæð sem deilt var um. Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira