Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 13:27 Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða vangoldin framlög úr Jöfnunarsjóði. Borgin hyggur á málsókn. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á. Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa. Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa.
Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31
Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent