„Blóðug sóun“ Landspítalans Sigrún Jónsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:30 Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga. Skýrsla gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti hefur endurvakið margsagða sögu um aðstæður og aðbúnað á spítalanum. Umræða um úrelt húsnæði, mönnunarvanda og óviðunandi aðstæður á Landspítalanum er svo sannarlega ekki ný af nálinni og við umfjöllun um skýrsluna hefur langtímafjármögnun heilbrigðiskerfisins borið á góma, eða réttara sagt vanfjármögnun þess. Hagræðingarkrafa og hallarekstur samhliða umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins vekur skiljanlega hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans hefur sagt að krafan eigi eftir að draga úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni. Hvaða verkefni gæti verið meira krefjandi en einmitt heimsfaraldur COVID-19? Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann, sem fór að mati sóttvarnalæknis næstum á hliðina í faraldrinum síðustu vikur. Síðastliðinn áratugur hefur ekki heldur verið dans á rósum fyrir Landspítalann og hið opinbera heilbrigðiskerfi. Eftir hrunið árið 2008 tók við niðurskurðartímabil innan opinbera heilbrigðiskerfisins sem hafði heilmikil áhrif á rekstur spítalans. Nokkrum árum síðar tóku við svokölluð verkfallsár og stigmagnaðist opinber umræða um stöðu Landspítalans, sem var þó búin að vera hávær fyrir. Velferðarráðuneytið brást við umræðunni með gerð skýrslu um afköst á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni vinnuafls. Tilgangur hennar var að kortleggja betur stöðu Landspítalans og hvar tækifæri til umbóta lægju þegar bjartari tímar væru fram undan í efnahagsmálum. Bjartari tímar vörðu ekki lengi – enda hófst árið 2020 með látum, bæði með tíðindum um hættuástand á bráðamóttöku Landspítalans og yfirvofandi heimsfaraldri. Eins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, nefndi í Kastljósi í síðustu viku eru stjórnvöld í mikilli skuld gagnvart samfélaginu. Frá árinu 2003 hefur Ísland verið eitt fárra samanburðarlanda þar sem dregið hefur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu velferðarráðuneytisins að Ísland ver hlutfallslega litlu fjármagni til heilbrigðismála. Á niðurskurðarárunum tókst Landspítalanum að minnka útgjöld án þess að rýra gæði þjónustu sem er eftirtektarvert. Hins vegar krafðist það mikils af starfsfólki. Uppi voru óeðlilegar aðstæður sem voru á engan hátt sjálfbærar til langstíma. Aukning á framlögum til opinbera heilbrigðiskerfisins síðustu ár var því brýn og hafa stjórnvöld endurtekið bent á þá ríflegu aukningu sem svar við umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Kjarninn hefur hins vegar vakið athygli á því að þótt að árleg ríkisframlög til Landspítalans hafi tvöfaldast á síðustu árum í krónum talið þá er hún ekki jafnmikil ef tekið er tillit til verðlags og mannfjölgunar á síðustu tíu árum. Til viðbótar þá munu framlög ríkissjóðs til Landspítalans ekki haldast í takti við verð- og mannfjöldaþróun í ár og lækka um fimm þúsund krónur á mann miðað við árið 2019. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Í nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um fjármögnun heilbrigðiskerfa, „Health at a Glance 2020“, kemur fram að Ísland varði um 7,3% af vergri landsframleiðslu í opinbera heilbrigðisþjónustu árið 2019 sem er um tveimur prósentustigum lægra en hlutfall Svíþjóðar og Noregs. Ef fjármögnun Landspítalans er ekki aukin núna, og þjónusta við sjúklinga skerðist þar með, er hætta á að við drögumst enn frekar aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Lágmark er að fjármögnun sé tryggð í takti við mannfjölda- og verðlagsþróunar. Titlar eins og „Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“ og „Landspítalinn – tifandi tímasprengja?“ hafa í gegnum tíðina verið alltof kunnugleg sjón og á ég erfitt með að trúa að það stafi einfaldlega af lélegum rekstri og sóun. Ef um „blóðuga sóun“ sé að ræða innan opinbera kerfisins, líkt og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, hvers vegna er þá þjónusta við sjúklinga að skerðast? Að lokum er viðeigandi að rifja upp orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, á Alþingi í nóvember þegar hann ávarpaði fjármálaráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins: „Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna.“ Höfundur er fulltrúi í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna (UJ) og 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands. Ályktun UJ um stöðu heilbrigðiskerfisins á tímum COVID-19 má lesa hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga. Skýrsla gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti hefur endurvakið margsagða sögu um aðstæður og aðbúnað á spítalanum. Umræða um úrelt húsnæði, mönnunarvanda og óviðunandi aðstæður á Landspítalanum er svo sannarlega ekki ný af nálinni og við umfjöllun um skýrsluna hefur langtímafjármögnun heilbrigðiskerfisins borið á góma, eða réttara sagt vanfjármögnun þess. Hagræðingarkrafa og hallarekstur samhliða umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins vekur skiljanlega hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans hefur sagt að krafan eigi eftir að draga úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni. Hvaða verkefni gæti verið meira krefjandi en einmitt heimsfaraldur COVID-19? Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann, sem fór að mati sóttvarnalæknis næstum á hliðina í faraldrinum síðustu vikur. Síðastliðinn áratugur hefur ekki heldur verið dans á rósum fyrir Landspítalann og hið opinbera heilbrigðiskerfi. Eftir hrunið árið 2008 tók við niðurskurðartímabil innan opinbera heilbrigðiskerfisins sem hafði heilmikil áhrif á rekstur spítalans. Nokkrum árum síðar tóku við svokölluð verkfallsár og stigmagnaðist opinber umræða um stöðu Landspítalans, sem var þó búin að vera hávær fyrir. Velferðarráðuneytið brást við umræðunni með gerð skýrslu um afköst á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni vinnuafls. Tilgangur hennar var að kortleggja betur stöðu Landspítalans og hvar tækifæri til umbóta lægju þegar bjartari tímar væru fram undan í efnahagsmálum. Bjartari tímar vörðu ekki lengi – enda hófst árið 2020 með látum, bæði með tíðindum um hættuástand á bráðamóttöku Landspítalans og yfirvofandi heimsfaraldri. Eins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, nefndi í Kastljósi í síðustu viku eru stjórnvöld í mikilli skuld gagnvart samfélaginu. Frá árinu 2003 hefur Ísland verið eitt fárra samanburðarlanda þar sem dregið hefur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu velferðarráðuneytisins að Ísland ver hlutfallslega litlu fjármagni til heilbrigðismála. Á niðurskurðarárunum tókst Landspítalanum að minnka útgjöld án þess að rýra gæði þjónustu sem er eftirtektarvert. Hins vegar krafðist það mikils af starfsfólki. Uppi voru óeðlilegar aðstæður sem voru á engan hátt sjálfbærar til langstíma. Aukning á framlögum til opinbera heilbrigðiskerfisins síðustu ár var því brýn og hafa stjórnvöld endurtekið bent á þá ríflegu aukningu sem svar við umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Kjarninn hefur hins vegar vakið athygli á því að þótt að árleg ríkisframlög til Landspítalans hafi tvöfaldast á síðustu árum í krónum talið þá er hún ekki jafnmikil ef tekið er tillit til verðlags og mannfjölgunar á síðustu tíu árum. Til viðbótar þá munu framlög ríkissjóðs til Landspítalans ekki haldast í takti við verð- og mannfjöldaþróun í ár og lækka um fimm þúsund krónur á mann miðað við árið 2019. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Í nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um fjármögnun heilbrigðiskerfa, „Health at a Glance 2020“, kemur fram að Ísland varði um 7,3% af vergri landsframleiðslu í opinbera heilbrigðisþjónustu árið 2019 sem er um tveimur prósentustigum lægra en hlutfall Svíþjóðar og Noregs. Ef fjármögnun Landspítalans er ekki aukin núna, og þjónusta við sjúklinga skerðist þar með, er hætta á að við drögumst enn frekar aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Lágmark er að fjármögnun sé tryggð í takti við mannfjölda- og verðlagsþróunar. Titlar eins og „Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“ og „Landspítalinn – tifandi tímasprengja?“ hafa í gegnum tíðina verið alltof kunnugleg sjón og á ég erfitt með að trúa að það stafi einfaldlega af lélegum rekstri og sóun. Ef um „blóðuga sóun“ sé að ræða innan opinbera kerfisins, líkt og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, hvers vegna er þá þjónusta við sjúklinga að skerðast? Að lokum er viðeigandi að rifja upp orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, á Alþingi í nóvember þegar hann ávarpaði fjármálaráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins: „Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna.“ Höfundur er fulltrúi í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna (UJ) og 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands. Ályktun UJ um stöðu heilbrigðiskerfisins á tímum COVID-19 má lesa hér .
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun