Takk Ásmundur Einar! Sæunn Kjartansdóttir skrifar 1. desember 2020 13:30 Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar