Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 15:15 Súlan sem um ræðir er í óbyggðum Utah og virðist hafa fundist fyrir tilviljun. Almannaöryggisstofnun Utah Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau) Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau)
Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira