Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 12:55 Skjáskot úr frétte ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir stjórnarhermenn í Tigrayhéraði. AP/Ethiopian News Agency Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina. Eþíópía Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina.
Eþíópía Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira