„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 09:35 Frá vettvangi slyssins á Þingvallavegi í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna. Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna.
Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira