Hugleiðingar grunnskólakennara Elín Halldórsdóttir skrifar 16. mars 2020 09:03 Kæra viðkvæma sál sem lifir á nýjum tímum, kórónu tímum. „Eigum við ekki að horfa á jákvæðu hliðarnar”, jú við skulum reyna það. Erindi þessa pistils er að varpa ljósi á nokkur atriði í því ástandi sem upp er komið. Fyrst langar mig að byrja á að lýsa yfir undrun minni á ítrekuðum staðhæfingum sóttvarnarlæknis um það að börn séu ekki smitberar. Ég les hverja greinina eftir aðra til dæmis þessar 2 sem vitnað er í hér að neðan þar sem fram kemur að börn séu smitberar og aðgát þarf að hafa af því yfirleitt fá þau lítil sem engin einkenni þegar þau fá veiruna en eru samt að smita, þannig að þeir sem umgangast þau í áhættuhópum, bæði önnur börn og fullorðnir þurfa að gæta ítrustu varúðar. Af því sóttvarnarlæknir og hans teymi trúa því að börn séu ekki smitberar hefur verið ákveðið að láta skólahald haldast með einhverjum breytingum þó. Því er líka ítrekað lýst yfir og lesa má á milli línanna að ástæðan sé líka að það þurfi að ná helst svo vitnað sé í sóttvarnarlækni “60% smiti til að mynda ónæmi” og já þetta hlutverk hafa nú börn og starfsfólk skólanna ná sér í smit sín á milli í opnum skólum, þegar flest eða öll nágrannaríki eru að loka skólum, til að bjarga þjóðinni. Já grunn og leikskólar samtímans eru bjargvætturinn og settir í þetta hlutverk án þess að nokkur hvorki heilsuhraustir, börn eða fullorðnir eða eldri kennarar sem eru í meirihluta og oft í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma séu spurðir hvort þeir vilji taka þetta verkefni að sér. Í þessum gjörningi felst að mínu mati mikið siðleysi í því að á meðan stofnanir og fyrirtæki sem það mögulega geta senda allt sitt starfsfólk heim þá mega börnin hýrast með sínum kennurum í kennslustofum en ... með 2m millibili (sem næst ekki í neinni kennslustofu sem ég þekki) og ekki fleiri en 20 ( hvaða 7 eða 2 eða 5 sem eru yfir 20 nemenda markið eiga þá að fara annað, hvað eiga þau að gera og hvar fást kennarar eða starfslið til að hugsa um þau)? Margir nemendur eru í áhættuhópi, margir foreldrar eru í áhættuhópi, tölum ekki um afar og ömmur og eða frænkur og frændur, sem eflaust munu eitthvað hittast þrátt fyrir samgöngubann. Jafnvel kannski óvart. Víðir kemur í Morgunútvarpið Bylgjunnar og lýsir því yfir að kennarar séu nú að sinna mikilvægasta starfinu í landinu já smitliðinu. Hér finnst mér ég sem grunnskólakennari vera komin langt út yfir mitt starfssvið ég hef núna hlutverk í líffræðilegum hernaði við veiru á meðal nemanda minna og samkennara. Börn, foreldrar, fullorðnir, unglingar og gamalt fólk er skelkað. Ég tel það vera sameiginlegt hlutverk samfélagsins að sinna þessu hlutverki ekki skólanna og þess starfsfólks. Ég vil ekki lenda í því að smitast af nemanda eða einhverjum öðrum sem ég hitti og bera smit í alla 300 sem starfa í mínum skóla nemendur og kennara, sem síðan bera það til sinna foreldra, systkina og ættingja. Ég hef hvergi séð þetta hlutverk í starfslýsingu minni sem grunnskólakennara. Mér finnst eðlilegt að skólar loki dyrunum í 3-4 vikur. Mér finnst fáránlegt að vera í mínu starfi í hlutverki smitbera og starfa í aðstæðum þar sem kennarar mega ekki næra sig vera á kaffistofu, mötuneyti er lokað, nemendur mega ekki tala við hjúkrunarfræðing og mega helst ekki fara út stofunni. Ekki má nota tölvur eða önnur gögn vegna smithættu. Svona skólastarf verður óvanalegt og erfitt fyrir alla. Svona skólastarf með öfugum formerkjum er ekki umhverfi sem á að bjóða kennurum eða nemendum. Ég biðla einnig til kennara forystunnar að skoða lagalegan rétt kennara í þessu samhengi. Er það eðlilegt að kennarar starfi í heilsuspillandi aðstæðum og séu í hlutverki smitbera? Virðingarfyllst, Elín Halldorsdottir, tónmenntakennari, rétthafi til kennslu í grunnskóla og framhaldsskóla, tónskáld, söngkona, rithöfundur og kórstjóri. Frétt CNN. Frétt Fox Business Frétt Berlingske Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra viðkvæma sál sem lifir á nýjum tímum, kórónu tímum. „Eigum við ekki að horfa á jákvæðu hliðarnar”, jú við skulum reyna það. Erindi þessa pistils er að varpa ljósi á nokkur atriði í því ástandi sem upp er komið. Fyrst langar mig að byrja á að lýsa yfir undrun minni á ítrekuðum staðhæfingum sóttvarnarlæknis um það að börn séu ekki smitberar. Ég les hverja greinina eftir aðra til dæmis þessar 2 sem vitnað er í hér að neðan þar sem fram kemur að börn séu smitberar og aðgát þarf að hafa af því yfirleitt fá þau lítil sem engin einkenni þegar þau fá veiruna en eru samt að smita, þannig að þeir sem umgangast þau í áhættuhópum, bæði önnur börn og fullorðnir þurfa að gæta ítrustu varúðar. Af því sóttvarnarlæknir og hans teymi trúa því að börn séu ekki smitberar hefur verið ákveðið að láta skólahald haldast með einhverjum breytingum þó. Því er líka ítrekað lýst yfir og lesa má á milli línanna að ástæðan sé líka að það þurfi að ná helst svo vitnað sé í sóttvarnarlækni “60% smiti til að mynda ónæmi” og já þetta hlutverk hafa nú börn og starfsfólk skólanna ná sér í smit sín á milli í opnum skólum, þegar flest eða öll nágrannaríki eru að loka skólum, til að bjarga þjóðinni. Já grunn og leikskólar samtímans eru bjargvætturinn og settir í þetta hlutverk án þess að nokkur hvorki heilsuhraustir, börn eða fullorðnir eða eldri kennarar sem eru í meirihluta og oft í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma séu spurðir hvort þeir vilji taka þetta verkefni að sér. Í þessum gjörningi felst að mínu mati mikið siðleysi í því að á meðan stofnanir og fyrirtæki sem það mögulega geta senda allt sitt starfsfólk heim þá mega börnin hýrast með sínum kennurum í kennslustofum en ... með 2m millibili (sem næst ekki í neinni kennslustofu sem ég þekki) og ekki fleiri en 20 ( hvaða 7 eða 2 eða 5 sem eru yfir 20 nemenda markið eiga þá að fara annað, hvað eiga þau að gera og hvar fást kennarar eða starfslið til að hugsa um þau)? Margir nemendur eru í áhættuhópi, margir foreldrar eru í áhættuhópi, tölum ekki um afar og ömmur og eða frænkur og frændur, sem eflaust munu eitthvað hittast þrátt fyrir samgöngubann. Jafnvel kannski óvart. Víðir kemur í Morgunútvarpið Bylgjunnar og lýsir því yfir að kennarar séu nú að sinna mikilvægasta starfinu í landinu já smitliðinu. Hér finnst mér ég sem grunnskólakennari vera komin langt út yfir mitt starfssvið ég hef núna hlutverk í líffræðilegum hernaði við veiru á meðal nemanda minna og samkennara. Börn, foreldrar, fullorðnir, unglingar og gamalt fólk er skelkað. Ég tel það vera sameiginlegt hlutverk samfélagsins að sinna þessu hlutverki ekki skólanna og þess starfsfólks. Ég vil ekki lenda í því að smitast af nemanda eða einhverjum öðrum sem ég hitti og bera smit í alla 300 sem starfa í mínum skóla nemendur og kennara, sem síðan bera það til sinna foreldra, systkina og ættingja. Ég hef hvergi séð þetta hlutverk í starfslýsingu minni sem grunnskólakennara. Mér finnst eðlilegt að skólar loki dyrunum í 3-4 vikur. Mér finnst fáránlegt að vera í mínu starfi í hlutverki smitbera og starfa í aðstæðum þar sem kennarar mega ekki næra sig vera á kaffistofu, mötuneyti er lokað, nemendur mega ekki tala við hjúkrunarfræðing og mega helst ekki fara út stofunni. Ekki má nota tölvur eða önnur gögn vegna smithættu. Svona skólastarf verður óvanalegt og erfitt fyrir alla. Svona skólastarf með öfugum formerkjum er ekki umhverfi sem á að bjóða kennurum eða nemendum. Ég biðla einnig til kennara forystunnar að skoða lagalegan rétt kennara í þessu samhengi. Er það eðlilegt að kennarar starfi í heilsuspillandi aðstæðum og séu í hlutverki smitbera? Virðingarfyllst, Elín Halldorsdottir, tónmenntakennari, rétthafi til kennslu í grunnskóla og framhaldsskóla, tónskáld, söngkona, rithöfundur og kórstjóri. Frétt CNN. Frétt Fox Business Frétt Berlingske
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun