Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:31 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01