Forsetar, dómarar og forstjórar Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. nóvember 2020 06:00 Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun