Með nál á bólakaf í handlegg Daníel Þór Friðriksson skrifar 16. nóvember 2020 18:00 Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar