Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 11:20 Maðurinn nýtti sér aðstöðu sína til að veðja á kappleiki. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko. Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko.
Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira