Djurgårdens bjargaði sér frá falli | Kristianstads og Rosengård töpuðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 16:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir hjálpaði Djurgårdens að halda sæti sínu í deildinni. Aftonbladet Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. Íslendingalið Djurgårdens þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en liðið hefur verið í bullandi fallbaráttu nær allt tímabilið. Djurgårdens fékk botnið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn og vann 2-0 heimasigur. Rachel Bloznalis kom heimaliðinu yfir strax á 4. mínútu og Linda Motlhalo svo gott sem gulltryggði sæti liðsins í deildinni með öðru marki liðsins þegar tólf mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 og sæti Djurgårdens öruggt fyrir næstu leiktíð. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum en Eskilstuna og Umeå voru þar fyrir neðan með 23 stig. Hélt Eskilstuna sæti sínu þar sem liðið var með betri markatölu en Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgårdens í dag og þá var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar. Léku þær báðar allan leikinn. Kristianstads tapaði á heimavelli fyrir Linköpings, lokatölur 1-2. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu átta mínútur leiksins í liði Kristianstads. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Með sigri hefði Kristianstads tryggt sér 2. sæti deildarinnar en þar endaði Rosengård með 47 stig á meðan Kristianstads endaði með 45 stig. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðju varnar Rosengård er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Växjö. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01 Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. Íslendingalið Djurgårdens þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en liðið hefur verið í bullandi fallbaráttu nær allt tímabilið. Djurgårdens fékk botnið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn og vann 2-0 heimasigur. Rachel Bloznalis kom heimaliðinu yfir strax á 4. mínútu og Linda Motlhalo svo gott sem gulltryggði sæti liðsins í deildinni með öðru marki liðsins þegar tólf mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 og sæti Djurgårdens öruggt fyrir næstu leiktíð. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum en Eskilstuna og Umeå voru þar fyrir neðan með 23 stig. Hélt Eskilstuna sæti sínu þar sem liðið var með betri markatölu en Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgårdens í dag og þá var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar. Léku þær báðar allan leikinn. Kristianstads tapaði á heimavelli fyrir Linköpings, lokatölur 1-2. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu átta mínútur leiksins í liði Kristianstads. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Með sigri hefði Kristianstads tryggt sér 2. sæti deildarinnar en þar endaði Rosengård með 47 stig á meðan Kristianstads endaði með 45 stig. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðju varnar Rosengård er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Växjö.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01 Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01
Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30