Átta kerti til minningar um þau sem hafa látist í ár Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 13:21 Minningarstund hefur hingað til farið fram við þyrlupallinn við Landspítalann, en minningarathöfnin verður með breyttu sniði í ár. Samgöngustofa Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“ Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira