Ríkisstjórnin saman í kosningabaráttu? Björn Leví Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2020 11:16 Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun