Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 11:46 Joe Biden og eiginkona hans Jill. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira