Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2020 20:08 Höllu Sólrúnu og Gunnar finnst gaman hvað fólk er duglegt að keyra fram hjá húsinu og skoða það. Fólk kemur víða að til að skoða húsið, það eru ekki bara Hvergerðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálfgert umferðaröngþveiti skapast við hús í Hveragerði á hverju kvöldi en það er fallega skreytt jólahús með þúsundum jólaljósa. Eigandinn segist aðallega skreyta húsið fyrir börnin í Hveragerði. Jólahúsið í Hveragerði er við Réttarheiði 17 en Gunnar Sigurðsson, sem býr í húsinu með konu sinni og dóttur hefur alltaf verið mikið jólabarn og byrjar að huga að skreytingunum strax að hausti. „Ég er búin að gera þetta í nokkur ár og hef haft gaman af þessu. Þetta er gert bæði fyrir sjálfan mig, fjölskylduna og svo aðallega börnin í Hveragerði, sem hafa virkilega gaman af þessu,“ segir Gunnar. Gunnar segist venjulega kveikja fyrstu jólaljósin í byrjun október en í ár kveikti hann í byrjun september til að reyna að létta lund fjölskyldunnar, nágrannanna og allra íbúa í Hveragerði á tímum kórónuveirunnar. Hann segir nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið. Jólahúsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði, sem Gunnar Sigurðsson á heiðurinn af að hafa skreytt jafn myndarlega og raun ber vitni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það finnst mér, það er virkilega gaman af því, það er ekkert sem toppar það.“ Þegar Gunnar er spurður hvað jólaperurnar í garðinum og á húsinu séu margar segist hann ekki hafa hugmynd um það, en einhverjar þúsundir þó. Halla Sólrún, dóttir Gunnars hlakkar mikið til jólanna og það eru þó tvö atriði, sem standa upp úr hjá henni. „Opna pakkana og fá að borða jólamatinn.“ Mjög mikil umferð er síðdegis og á kvöldin við Réttarheiði 17 þegar ekið er hægt og jafnvel stoppað við húsið til að skoða jólaskreytingar enda er stundum er hálfgert umferðaröngþveiti við húsið. „Já, það hefur verið mjög mikil umferð og þetta er hálfgerð hraðahindrun hérna í götunni, sem er svolítið gaman af reyndar,“ segir Gunnar. En það er ekki bara í Hveragerði sem sjást fallegar jólaskreytingar á húsum, á Höfn í Hornafirði er t.d. búið að skreyta húsið við Kirkjubraut 15 mjög fallegaog sömu sögu er eflaust að segja um fleiri hús víða á landinu. Húsið við við Kirkjbraut 15 á Höfn í Hornafirði, sem er fallega jólaskreytt.Aðsend Hveragerði Jólaskraut Umferð Jól Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Hálfgert umferðaröngþveiti skapast við hús í Hveragerði á hverju kvöldi en það er fallega skreytt jólahús með þúsundum jólaljósa. Eigandinn segist aðallega skreyta húsið fyrir börnin í Hveragerði. Jólahúsið í Hveragerði er við Réttarheiði 17 en Gunnar Sigurðsson, sem býr í húsinu með konu sinni og dóttur hefur alltaf verið mikið jólabarn og byrjar að huga að skreytingunum strax að hausti. „Ég er búin að gera þetta í nokkur ár og hef haft gaman af þessu. Þetta er gert bæði fyrir sjálfan mig, fjölskylduna og svo aðallega börnin í Hveragerði, sem hafa virkilega gaman af þessu,“ segir Gunnar. Gunnar segist venjulega kveikja fyrstu jólaljósin í byrjun október en í ár kveikti hann í byrjun september til að reyna að létta lund fjölskyldunnar, nágrannanna og allra íbúa í Hveragerði á tímum kórónuveirunnar. Hann segir nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið. Jólahúsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði, sem Gunnar Sigurðsson á heiðurinn af að hafa skreytt jafn myndarlega og raun ber vitni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það finnst mér, það er virkilega gaman af því, það er ekkert sem toppar það.“ Þegar Gunnar er spurður hvað jólaperurnar í garðinum og á húsinu séu margar segist hann ekki hafa hugmynd um það, en einhverjar þúsundir þó. Halla Sólrún, dóttir Gunnars hlakkar mikið til jólanna og það eru þó tvö atriði, sem standa upp úr hjá henni. „Opna pakkana og fá að borða jólamatinn.“ Mjög mikil umferð er síðdegis og á kvöldin við Réttarheiði 17 þegar ekið er hægt og jafnvel stoppað við húsið til að skoða jólaskreytingar enda er stundum er hálfgert umferðaröngþveiti við húsið. „Já, það hefur verið mjög mikil umferð og þetta er hálfgerð hraðahindrun hérna í götunni, sem er svolítið gaman af reyndar,“ segir Gunnar. En það er ekki bara í Hveragerði sem sjást fallegar jólaskreytingar á húsum, á Höfn í Hornafirði er t.d. búið að skreyta húsið við Kirkjubraut 15 mjög fallegaog sömu sögu er eflaust að segja um fleiri hús víða á landinu. Húsið við við Kirkjbraut 15 á Höfn í Hornafirði, sem er fallega jólaskreytt.Aðsend
Hveragerði Jólaskraut Umferð Jól Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira