Nóvember 2020 Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:01 Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun