Ekki ljóst hvort að málsóknir Trump breyti úrslitum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 15:29 Starfsmaður kjörstjórnar skannar atkvæði í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Enn er unnið að talningu í ríkinu sem ræður væntanlega úrslitum um hvort Trump eða Biden verður forseti. AP/Matt Slocum Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump. Endanleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum liggja enn ekki fyrir þar sem talning stendur enn yfir í nokkrum lykilríkjum, þar á meðal Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Georgíu. Joe Biden, frambjóðandi demókratar, virðist þó nær því að ná þeim 270 kjörmönnum sem til þarf en Trump forseti miðað við það sem vitað er um þau atkvæði sem eftir á að telja. Enn er þó töluverð óvissa um úrslitin í ríkjunum sem skipta sköpum. Trump hefur reynt sem mest hann má að gera talningu póstatkvæða tortryggilega, jafnvel þó að mörg ríki heimili talningu í nokkra daga svo lengi sem að atkvæðin voru póstlögð fyrir kjördag. Forsetinn hefur fullyrt án raka eða sannana að verið sé að „stela“ af honum kosningasigri með því að telja öll atkvæði sem bárust kjörstjórnum. Framboð Trump höfðaði mál vegna framkvæmdar kosninganna í Pennsylvaníu, Michigan og Georgíu í gær. Í Michigan og Pennsylvaníu krefst Trump-framboðið þess að talning verði stöðvuð þegar í stað og að eftirlitsmenn þess fái að fara yfir atkvæði sem hafa þegar verið opnuð og talin. AP-fréttastofan hefur þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan. Á meðal þeirra mála sem voru höfðuð er eitt sem kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvort atkvæði sem berast allt að þremur dögum eftir kjördag verði talin. Ríkisdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að atkvæði sem væru póstlögð fyrir kjördag en bærust allt að þremur dögum síðar yrðu talin gild. Hæstiréttur hafnaði því að ógilda þann úrskurð en hélt því þó opnu að taka málið upp aftur eftir kosningar. Trump-framboðið fór fram á að hæstiréttur tæki málið aftur upp í gær. Trump-framboðið hefur einnig farið fram á endurtalningu í Wisconsin þar sem AP og fleiri fjölmiðlar hafa lýst Biden sigurvegara. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sagði það vegna „misræmis“ í nokkrum sýslum en lagði ekki fram frekari rökstuðning fyrir því hvers vegna þyrfti að telja atkvæðin aftur. AP-fréttastofan segir að ekki séu skýr merki um að dómsmálin þrjú, auk þeirra sem repúblikanar höfðu þegar höfðað í Pennsylvaníu og Nevada, eigi eftir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Lögreglumaður kemur í veg fyrir að fólk með skoðanir á talningu atkvæða komist inn í talningarsal í Detroit í Michigan. Biden er talinn hafa unnið sigur í ríkinu.AP/Carlos Osorio Segja forsetann ekki skilja ferlið Trump tísti um að hann ætli að krefjast þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði „kosninguna“ á kosninganótt. Málið sem framboð hans hefur höfðað eru þó öll fyrir ríkisdómstólum í hverju ríki fyrir sig. Þeir repúblikanar sem Politico hefur rætt við segja að Trump skilji ekki hvernig ferlið virkað. „Hann veit bara ekki hvernig þetta virkar. Þetta er bara vanþekking á ferlinu,“ hefur blaðið eftir repúblikana sem það segir standa Hvíta húsinu nærri. Það útilokar þó ekki að málin sem nú hafa verið höfðuð rati á endanum fyrir hæstarétt landsins í gegnum röð áfrýjana. Washington Post bendir á að þegar hart var deilt um úrslit kosninganna í Flórída árið 2000 hafi mál ekki komið á borð Hæstaréttar fyrr en mánuði eftir kjördag. Úrskurður réttarins þá um að talning í Flórída skyldi stöðvuð tryggði repúblikananum George W. Bush sigur yfir demókratanum Al Gore. Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað kröfum repúblikana um að ógilda póstatkvæði sem berast eftir kjördag en eins og áður segir gæti hann enn tekið upp eitt slíkt mál í Pennsylvaníu. Rétturinn er nú skipaður sex dómurum sem voru skipaðir af repúblikönum, þar á meðal þremur af Trump, og þremur dómurum skipuðum af demókrötum. Trump og sumir aðrir repúblikanar lögðu mikla áherslu á að staðfesta Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, sem nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar ef mál sem tengdust framkvæmd eða talningu eftir kosningarnar kæmu til kasta réttarins.
Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump. Endanleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum liggja enn ekki fyrir þar sem talning stendur enn yfir í nokkrum lykilríkjum, þar á meðal Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Georgíu. Joe Biden, frambjóðandi demókratar, virðist þó nær því að ná þeim 270 kjörmönnum sem til þarf en Trump forseti miðað við það sem vitað er um þau atkvæði sem eftir á að telja. Enn er þó töluverð óvissa um úrslitin í ríkjunum sem skipta sköpum. Trump hefur reynt sem mest hann má að gera talningu póstatkvæða tortryggilega, jafnvel þó að mörg ríki heimili talningu í nokkra daga svo lengi sem að atkvæðin voru póstlögð fyrir kjördag. Forsetinn hefur fullyrt án raka eða sannana að verið sé að „stela“ af honum kosningasigri með því að telja öll atkvæði sem bárust kjörstjórnum. Framboð Trump höfðaði mál vegna framkvæmdar kosninganna í Pennsylvaníu, Michigan og Georgíu í gær. Í Michigan og Pennsylvaníu krefst Trump-framboðið þess að talning verði stöðvuð þegar í stað og að eftirlitsmenn þess fái að fara yfir atkvæði sem hafa þegar verið opnuð og talin. AP-fréttastofan hefur þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan. Á meðal þeirra mála sem voru höfðuð er eitt sem kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvort atkvæði sem berast allt að þremur dögum eftir kjördag verði talin. Ríkisdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að atkvæði sem væru póstlögð fyrir kjördag en bærust allt að þremur dögum síðar yrðu talin gild. Hæstiréttur hafnaði því að ógilda þann úrskurð en hélt því þó opnu að taka málið upp aftur eftir kosningar. Trump-framboðið fór fram á að hæstiréttur tæki málið aftur upp í gær. Trump-framboðið hefur einnig farið fram á endurtalningu í Wisconsin þar sem AP og fleiri fjölmiðlar hafa lýst Biden sigurvegara. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sagði það vegna „misræmis“ í nokkrum sýslum en lagði ekki fram frekari rökstuðning fyrir því hvers vegna þyrfti að telja atkvæðin aftur. AP-fréttastofan segir að ekki séu skýr merki um að dómsmálin þrjú, auk þeirra sem repúblikanar höfðu þegar höfðað í Pennsylvaníu og Nevada, eigi eftir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Lögreglumaður kemur í veg fyrir að fólk með skoðanir á talningu atkvæða komist inn í talningarsal í Detroit í Michigan. Biden er talinn hafa unnið sigur í ríkinu.AP/Carlos Osorio Segja forsetann ekki skilja ferlið Trump tísti um að hann ætli að krefjast þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði „kosninguna“ á kosninganótt. Málið sem framboð hans hefur höfðað eru þó öll fyrir ríkisdómstólum í hverju ríki fyrir sig. Þeir repúblikanar sem Politico hefur rætt við segja að Trump skilji ekki hvernig ferlið virkað. „Hann veit bara ekki hvernig þetta virkar. Þetta er bara vanþekking á ferlinu,“ hefur blaðið eftir repúblikana sem það segir standa Hvíta húsinu nærri. Það útilokar þó ekki að málin sem nú hafa verið höfðuð rati á endanum fyrir hæstarétt landsins í gegnum röð áfrýjana. Washington Post bendir á að þegar hart var deilt um úrslit kosninganna í Flórída árið 2000 hafi mál ekki komið á borð Hæstaréttar fyrr en mánuði eftir kjördag. Úrskurður réttarins þá um að talning í Flórída skyldi stöðvuð tryggði repúblikananum George W. Bush sigur yfir demókratanum Al Gore. Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað kröfum repúblikana um að ógilda póstatkvæði sem berast eftir kjördag en eins og áður segir gæti hann enn tekið upp eitt slíkt mál í Pennsylvaníu. Rétturinn er nú skipaður sex dómurum sem voru skipaðir af repúblikönum, þar á meðal þremur af Trump, og þremur dómurum skipuðum af demókrötum. Trump og sumir aðrir repúblikanar lögðu mikla áherslu á að staðfesta Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, sem nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar ef mál sem tengdust framkvæmd eða talningu eftir kosningarnar kæmu til kasta réttarins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. 5. nóvember 2020 11:37 Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. 5. nóvember 2020 11:37
Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56