Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 20:24 Úrslit munu varla liggja fyrir í kvöld, þar sem Biden þarf að sigra í Nevada til að komast í Hvíta húsið og þar verður ekkert gefið upp um ótalin atkvæði fyrr en á morgun. epa/Justin Lane Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira