Kannanir benda til sigurs Bidens Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2020 18:32 Svona lítur staðan út miðað við meðaltal skoðanakannana. Vísir/Hafsteinn Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira