Hurð spennt upp og öllu stolið af skrifstofu Útvarps 101 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 14:11 Útvarp 101 fagnar tveggja ára afmæli þessa dagana. Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“ Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“
Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum