Skotin fljúga á milli verðlaunablaðamanns og ritstjóra hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 20:25 Glenn Greenwald er heimsþekktur blaðamaður. Getty/Hannah Peters Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39