Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2020 19:31 Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans síðustu daga eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent