Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2020 19:21 Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex. Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex.
Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira