Milljón krónu spurningin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. október 2020 13:01 Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun