Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2020 08:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira