Spellvirkjar skildu eftir sig eyðileggingu og brennivínsflöskur í Guðmundarlundi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 14:36 Skemmdarvargarnir rifu upp járntunnur og flöttu þær út. Skógræktarfélag Kópavogs Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent