Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 12:43 Helgi Seljan var umsjónarmaður umrædds Kastljósþáttar sem sýndur var í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira