#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: ákall fyrir alþjóðlegan stuðning Stefanía Sigurðardóttir skrifar 22. október 2020 12:01 Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nígería Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun