Telja Írani að baki ógnandi tölvupóstum til bandarískra kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 10:06 John Ratcliffe var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana þar til Trump skipaði hann yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Hann og Wray forstjóri FBI lögðu áherslu á að öryggi kosninganna sjálfra væri tryggt þrátt fyrir afskipti Írana og Rússa í gær. AP/Andrew Harnik Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. Kjósendur Demókrataflokksins í nokkrum lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eins og Pennsylvaníu, Flórída og Arizona hafa fengið ógnandi tölvupósta síðustu daga. Þeir eru sagðir eiga að vera frá hægriöfgasamtökunum Stoltu strákunum (e. Proud boys) og er kjósendum hótað að samtökin hafi upplýsingar um þá og þeim sé því hollast að kjósa Trump. „Þið kjósið Trump á kjördag eða við komum á eftir ykkur,“ sagði í tölvupóstunum sem virtust koma frá raunverulegri vefsíðu öfgasamtakanna. Chistopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, og John Ratcliffe, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, sögðu stjórnvöld í Teheran ábyrg fyrir tölvupóstunum á sameiginlegum blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara í gærkvöldi. Þeir kynntu ekki sönnunargögn fyrir þeirri niðurstöðu eða hvernig þeim tókst að komast að sekt Írans svo hratt, að sögn AP-fréttastofunnar. Sögðu þeir að Íranir og Rússar hefðu komist yfir gögn um skráða kjósendur. Þar á meðal eru tölvupóstföng, flokksskráning, heimilisföng og stundum símanúmer. Slík gögn eru að sumu leyti aðgengileg hverjum sem er og ekkert kom fram á fundinum um að ríkin hefðu brotist inn í tölvukerfi til að komast yfir þau. Rússar enn taldir stærsta ógnin Ratcliffe hélt því fram að tölvupóstunum hafi verið ætlað að koma höggi á Trump forseta en skýrði ekki hvernig. Írönsk stjórnvöld hafa verið talin aftarlega á merinni í njósnum á netinu. Þeir hafa ekki áður reynt að hafa áhrif á traust bandarískra kjósenda á kosningum. Alireza Miryousefi, talsmaður sendinefndar Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, hafnaði því að Íran hefði reynt að ógna bandarískum kjósendum. „Ólíkt Bandaríkjunum hlutast Íran ekki til í kosningum annarra ríkja. Heimurinn hefur orðið vitni að því örvæntingarfullum og opinberum tilraunum Bandaríkjanna til að efast um úrslitin eigin kosninga á hæstu stöðum,“ sagði Miryousefi sem virtist þannig vísa til ítrekaðra efasemda Trump forseta um lögmæti kosninganna í næsta mánuði. Rússar brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og dreifðu einnig áróðri á samfélagsmiðlum sem var ætlað að sundra bandarísku þjóðinni, ekki síst í kynþáttamálum. Markmið þeirra var að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti, að mati bandarískra leyniþjónustustofnana. Washington Post hefur eftir bandarískum embættismönnum að þrátt fyrir tilkynninguna í gær séu Rússar enn taldi helsta erlenda ógnin við kosningarnar í næsta mánuði. Sumir þeirra efuðust um fullyrðingar Ratcliffe um að Íranir reyndu að skemma fyrir Trump forseta. Ratcliffe hefur áður verið sakaður um að birta sérvalin gögn til þess að styðja við málflutning Trump um ýmis mál. Svo virðist sem að aðeins sólarhringur hafi liðið frá því að löggæslustofnanir hófu rannsókn á tölvupóstunum þar til Wray og Ratcliffe sökuðu Írani um að standa að þeim. Washington Post segir birting á niðurstöðum leyniþjónusturannsóknar hafi aldrei gengið svo hratt fyrir sig. Fleiri mánuðir liðu frá því að rannsókn á afskiptum Rússa af kosningunum árið 2106 hófst þar til ríkisstjórn Obama sakaði stjórnvöld í Kreml opinberlega um það. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. 7. október 2020 09:43 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07 Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. Kjósendur Demókrataflokksins í nokkrum lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eins og Pennsylvaníu, Flórída og Arizona hafa fengið ógnandi tölvupósta síðustu daga. Þeir eru sagðir eiga að vera frá hægriöfgasamtökunum Stoltu strákunum (e. Proud boys) og er kjósendum hótað að samtökin hafi upplýsingar um þá og þeim sé því hollast að kjósa Trump. „Þið kjósið Trump á kjördag eða við komum á eftir ykkur,“ sagði í tölvupóstunum sem virtust koma frá raunverulegri vefsíðu öfgasamtakanna. Chistopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, og John Ratcliffe, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, sögðu stjórnvöld í Teheran ábyrg fyrir tölvupóstunum á sameiginlegum blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara í gærkvöldi. Þeir kynntu ekki sönnunargögn fyrir þeirri niðurstöðu eða hvernig þeim tókst að komast að sekt Írans svo hratt, að sögn AP-fréttastofunnar. Sögðu þeir að Íranir og Rússar hefðu komist yfir gögn um skráða kjósendur. Þar á meðal eru tölvupóstföng, flokksskráning, heimilisföng og stundum símanúmer. Slík gögn eru að sumu leyti aðgengileg hverjum sem er og ekkert kom fram á fundinum um að ríkin hefðu brotist inn í tölvukerfi til að komast yfir þau. Rússar enn taldir stærsta ógnin Ratcliffe hélt því fram að tölvupóstunum hafi verið ætlað að koma höggi á Trump forseta en skýrði ekki hvernig. Írönsk stjórnvöld hafa verið talin aftarlega á merinni í njósnum á netinu. Þeir hafa ekki áður reynt að hafa áhrif á traust bandarískra kjósenda á kosningum. Alireza Miryousefi, talsmaður sendinefndar Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, hafnaði því að Íran hefði reynt að ógna bandarískum kjósendum. „Ólíkt Bandaríkjunum hlutast Íran ekki til í kosningum annarra ríkja. Heimurinn hefur orðið vitni að því örvæntingarfullum og opinberum tilraunum Bandaríkjanna til að efast um úrslitin eigin kosninga á hæstu stöðum,“ sagði Miryousefi sem virtist þannig vísa til ítrekaðra efasemda Trump forseta um lögmæti kosninganna í næsta mánuði. Rússar brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og dreifðu einnig áróðri á samfélagsmiðlum sem var ætlað að sundra bandarísku þjóðinni, ekki síst í kynþáttamálum. Markmið þeirra var að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti, að mati bandarískra leyniþjónustustofnana. Washington Post hefur eftir bandarískum embættismönnum að þrátt fyrir tilkynninguna í gær séu Rússar enn taldi helsta erlenda ógnin við kosningarnar í næsta mánuði. Sumir þeirra efuðust um fullyrðingar Ratcliffe um að Íranir reyndu að skemma fyrir Trump forseta. Ratcliffe hefur áður verið sakaður um að birta sérvalin gögn til þess að styðja við málflutning Trump um ýmis mál. Svo virðist sem að aðeins sólarhringur hafi liðið frá því að löggæslustofnanir hófu rannsókn á tölvupóstunum þar til Wray og Ratcliffe sökuðu Írani um að standa að þeim. Washington Post segir birting á niðurstöðum leyniþjónusturannsóknar hafi aldrei gengið svo hratt fyrir sig. Fleiri mánuðir liðu frá því að rannsókn á afskiptum Rússa af kosningunum árið 2106 hófst þar til ríkisstjórn Obama sakaði stjórnvöld í Kreml opinberlega um það.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. 7. október 2020 09:43 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07 Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. 7. október 2020 09:43
Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17. september 2020 23:07
Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. 7. ágúst 2020 21:30