Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. október 2020 14:00 Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar