„Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 20:05 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sat hinn rólegasti á meðan skjálftinn reið yfir. VÍSIR „Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28