Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 09:01 Rússnesk stjórnvöld hafa haft horn í síðu Ólympíuleikanna eftir að þeim var gerð refsing fyrir umfangsmikla ólöglega lyjfanotkun íþróttamanna. Vísir/EPA Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira