Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Ekki hefur fengist staðfest hvar nákvæmlega maðurinn hélt sig annað en að hann hafi verið á reiðhjóli í Laugardalnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira