„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2020 12:31 Ásahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem taka þátt í sameiningaviðræðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim. Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
„Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim.
Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira