Hugsað með hjartanu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 19. október 2020 07:01 Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun