Kúnstin við lífið Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. október 2020 15:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Félagasamtök Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun