Þjóð-þrifa-mál Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 14. október 2020 08:30 Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun